Fanney Long - Vöruhönnuður

Fengr

Fengr er fatahvíla með ávinningi.

 

Hér áður fyrr var treyst á galdra og hjátrú til verndar og betra lífs. Seinna þróaðist þessi trú á forlögin í trúarbrögð og síðan trú á vísindin.

 

Á vísindavefnum segir um galdur:

 

“Hugtakið galdur (lat. magice, magica) hefur í gegnum tíðina verið nátengt bæði trúarbrögðum og vísindum. Annars vegar felur galdurinn í sér yfirskilvitlega getu galdramanns til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður. Hins vegar felur hann í sér gjörning sem getur verið allt að því listræn athöfn. Í báðum tilvikum þarf galdramaðurinn að búa yfir einhverskonar verkkunnáttu, til dæmis þegar ristar eru rúnir eða galdrastafir -- en þau tákn voru fyrr á öldum álitin búa yfir sjálfstæðum áhrifamætti. Þannig má segja að galdurinn tengist bæði ritlist og skáldskap eða vísindum og listum af ýmsu tagi.”

 

Í dag eru tímar endurnýjaðra gilda og endurskoðunar á því hvaða áheyrslur fólk vill í sitt líf. Á þjóðfundinum í nóvember 2009 var rætt um stefnu og framtíð Íslands. Þar voru m.a. skoðuð hvaða gildi fundarmenn vildu sjá hér á Íslandi. Ýmiss gildi voru nefnd og þau sem hvað oftast voru nefnd voru ma. Heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, kærleikur.

 

Fötin sem við klæðumst dagsdaglega eru ákveðin vörn og segja má að hluti af okkur fari í þau, þau verði einhverskonar hluti af okkur. Með því að hengja þau á fatahvíluna, hvíla þau þar á meðan við hvílum okkur og fá í sig galdur sem síðan við fáum í okkur þegar við förum næst í þau.

 

Þannig getur hver og einn valið sér það gildi sem hann/hún vill hafa í hávegum í sínu lífi. Fatahvílan er þannig áminning um þau gildi.

 

Form Fengr er fengið úr bandrún þess gildis sem fatahvílan hefur í sér. Bandrún er gerð þannig að orðið er skrifað á rúnaletri og síðan er táknið (bandrúnin) fengið með því að leggja hvern staf yfir annan þannig að það verði að einu tákni. Bandrúnin býr svo yfir þessum sjálfstæða áhrifamætti sem hún merkir. Þannig að bandrún fyrir heiðarleika, , hefur í sér þann áhrifamátt að færa þeim er notar fatahvíluna, heiðarleika.

 

Þegar þú leggur fötin þín á fatahvíluna draga þau í sig galdur úr Fengr og við að klæðast fötunum færist galdurinn yfir í þig.

 

Nafnið Fengr er eitt af nöfnum Óðins og þýðir fengur eða fengsæll.

 

Fengr3

Fengur1

Fengr2

Fengur3