Fanney Long - Vöruhönnuður

Hrísla

 

Stefnumót hönnuða við bændur, er verkefni þar sem vöruhönnuðir og bændasamfélagið vinna í sameiningu við að skapa héraðsbundnar matvörur með sögulegri og menningarlegri skírskotun.

 

Að geta gripið grein af tréi og borðað ís af henni miðri á heitum sumardegi er ævintýri líkast.

Í samstarfsverkefni með býlinu Engi í Biskupstungum var hannaður ís sem situr á miðri trjágrein. Eitt af því sem gerir þennan ís sérstakan er að meginuppistaðan í honum eru kryddjurtir sem allar hafa mismunandi eiginleika. Rósmarín hjálpar við einbeitingu, mynta sem er hressandi og loks sítrónumelissa ásamt sítrónujárnurt sem viðhalda æskuljóma. Það eru því ekki bara bragðtegundirnar sem eru mismunandi, heldur eiginleikarnir líka.

Ferskar, lífrænar kryddjurtir eru tíndar á hárréttum tíma og frystar. Þannig eru eiginleikar jurtanna varðveittar þar til þeim er blandað saman við önnur hráefni íssins. Uppbygging íssins er sú að fyrir innan mjúkt ytra lag hans leynist óvæntur kjarni, heilt kryddjurtarlauf í glærum ísmola sem ber bragð jurtarinnar. Í kjarna íssins má því finna kjarna kryddjurtarinnar, og gleður bæði auga og bragðlauka.

 

Verkefnið var unnið í samstarfi við Ásdísi Jörundsdóttur og Bylgju Rún Svansdóttur.

 

hrisla

model_is_023

stefnumothonnuda_umbudir_044

model_is_040