Fanney Long - Vöruhönnuður

Kertavarða

 

Vörður hafa vísað okkur veginn á ferðalögum okkar í gegnum tíðina. Fólk fór fótgangandi landshlutanna á milli og treysti m.a. á vörðurnar til að rata. Í dag höfum við hins vegar fullkomið vegakerfið til að vísa okkur á áfangastað.

Kerti eru ljós lífsins og tákn kærleikans. Við notum þau til að lýsa upp tilveruna í dimmasta skammdeginu.

Með því að taka þátt í gjörningnum, taka kerti, leggja það á góðan stað, hjálpumst við að við að lýsa upp tilveruna og vísa hvort öðru veginn. Þannig vörðuleggjum við og lýsum upp umhverfi okkar.

 

kertavardan

kertavarda1

kertavarda2

kertavarda3