Fanney Long - Vöruhönnuður

Uruburu

Uruburu er fangahúsgagnalína.

Hún snýst um húsgagnaframleiðslu á Litla-Hrauni. Fangarnir verði fengnir til að smíða vönduð húsgögn úr gömlum viði og afgöngum.

Þeir smíða húsgögnin eftir gefinni uppskrift en fá að nota sköpunarkraft sinn við að móta hvern stólfót eða borðplötu með því að skera út, renna, stensla, mála, o.s.frv. Efnið gengur í gegnum hamskipti, það sem áður var ónothæft í augum flestra verður að fullvaxinni vöru.

Húsgagnalínan er ferðalag, frá því að efniviðurinn er sóttur í endurvinnslustöð Gámaþjónustunnar og þar til hann kemst í hendur kaupanda. Þegar gámur kemur frá Gámaþjónustunni er byrjað á því að flokka nothæfar einingar frá, þeim er síðan komið í þurrkun. Þegar viðurinn er orðinn þurr er svo hafist handa við að vinna hann í þær einingar sem þarf, saga til og búa til límtréseiningar. Fangi fær síðan eina einingu af húsgagni, td. fót, setu, bak eða borðplötu, sem honum er frjálst að vinna með eftir eigin höfði en innan ramma þó. Hann má mála (til að byrja með eru tveir litir, fangablár og hvítur), skera út, gera munstur og stensla. Inn í þetta ferli blandast svo fræðsla og námskeið í hinum ýmsu vinnsluaðferðum á við eins og td. útskurði og munsturgerð.

Þegar búið er að nostra við hvern fót, setu, bak og borðplötu er síðan þegar allt er tilbúið er svo einn heppinn þátttakandi sem fær að velja saman parta sem síðan er sett saman í stól, koll eða borð.

Einingarnar myndu síðan falla inn í stálramma sem smíðaður væri á málmsmíðaverkstæðinu.

Í lokin smella svo einingarnar, fætur, borðplata í stálrammann.

 

Verkefnið var samstarf hönnunar- og viðskiptafræðinema. Að verkefninu unnu Carlos Garcia Delicado, Fanney Long Einarsdóttir, Hildur Hermannsdóttir, Hreinn Bernharðsson, Jón Einar Björnsson, Katla Maríudóttir og Ósk Ebenesardóttir.

uruburu


Uruburukollur

Uruburustoll

 

URUBURUbordstolar